Flutningur innanlandsflugvallar til Keflavíkur
„Þjónusta við landsbyggðina mun ekki versna“, segir Johan D. Jónsson
Miklar umræður hafa verið um framtíð innanlandsflugvallar í Reykjavík að undanförnu. Kosningar um flugvöllinn fara fram í borgarráði 17. mars.
Sumir vilja meina að þjónusta við landsbyggðina versni ef flugvöllurinn verði færður til Keflavíkur. Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar er ósammála þessu. „Það gleymist í umræðunni að mikill fjöldi Íslendinga notar innanlandsflug í tengslum við millilandaflug. Því kemur samgöngumiðstöð í Keflavík, fyrir innan- og millilandaflug, sterklega til greina. Ég tel að það yrðu mikil þægindi fyrir landsbyggðina“, segir Johan D. Jónsson.
Einn af valkostunum sem verður kosið um 17. mars er hugsanlegur flugvöllur í landi Hvassahrauns. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps barst nýlega bréf frá borgarstjóra þar sem spurst var fyrir um hvort nefndin samþykkti að kosið yrði um þá staðsetningu meðal annarra. Bréfið var tekið fyrir á hreppsnefndarfundi sl. þriðjudagskvöld. Þóra Bragadóttir, oddviti hreppsnefndar, sagði að nefndin hefði samþykkt að beiðni borgarstjóra, að vera með í þessari atkvæðagreiðslu.
Miklar umræður hafa verið um framtíð innanlandsflugvallar í Reykjavík að undanförnu. Kosningar um flugvöllinn fara fram í borgarráði 17. mars.
Sumir vilja meina að þjónusta við landsbyggðina versni ef flugvöllurinn verði færður til Keflavíkur. Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar er ósammála þessu. „Það gleymist í umræðunni að mikill fjöldi Íslendinga notar innanlandsflug í tengslum við millilandaflug. Því kemur samgöngumiðstöð í Keflavík, fyrir innan- og millilandaflug, sterklega til greina. Ég tel að það yrðu mikil þægindi fyrir landsbyggðina“, segir Johan D. Jónsson.
Einn af valkostunum sem verður kosið um 17. mars er hugsanlegur flugvöllur í landi Hvassahrauns. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps barst nýlega bréf frá borgarstjóra þar sem spurst var fyrir um hvort nefndin samþykkti að kosið yrði um þá staðsetningu meðal annarra. Bréfið var tekið fyrir á hreppsnefndarfundi sl. þriðjudagskvöld. Þóra Bragadóttir, oddviti hreppsnefndar, sagði að nefndin hefði samþykkt að beiðni borgarstjóra, að vera með í þessari atkvæðagreiðslu.