Flutningur í nýtt varðveisluhúsnæði kostar 32 milljónir króna
Lagt var fram erindi á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir viðbótarfjárheimild vegna flutnings safna Reykjanesbæjar í nýtt varðveisluhúsnæði. Heildarkostnaður er áætlaður þrjátíu og tvær milljónir króna, þar sem 550.000 kr. falla til á þessu ári, 28,75 milljónir kr. árið 2024 og 2,7 milljónir kr. árið 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu vegna kostnaðar sem fellur til 2023, kr. 550.000 til viðauka í fjárhagsáætlun 2023. Kostnaði sem fellur á árið 2024 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024. Auk þess er áætlaður kostnaður vegna flutninga og trygginga fyrir lánsmuni sem Byggðasafn Reykjanesbæjar ber ábyrgð á í Slökkviliðsminjasafninu, kr. 5.100.000 vísað til fjárhagsáætlunar 2024.