Fimmtudagur 8. júní 2000 kl. 16:34
Flutningavélin farin frá herstöðinni í Keflavík
Bandaríska flutningavélin sem nauðlenti í Keflavík í hádeginu vegna boða um að eldur væri laus í vélinni er farin frá landinu. Hún sleikti húsþök í Njarðvík nú síðdegis í flugtaki á leið til Denver í Bandaríkjunum.