Flutningavél hersins á síðustu bensíndropunum
Fjögurra hreyfla bandarísk herflutningavél af Hercules-gerð, með sjö manna áhöfn, sem gerði tvær árangurslausar lendingartilraunir á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna slæmra veðurskilyrða á Keflavíkurflugvelli. Aðflug flugvélarinnar tókst ekki í fyrra skiptið og í seinna skiptið kom vélin of hátt inn til aðflugs og snéri því aftur til Keflavíkur þar sem hún lenti heilu og höldnu kl. 23.47. Talið var að vélin væri á síðustu eldsneytisdropunum.Almannavarnir ríkisins fengu tilkynningu kl. 22.58 um að eldsneytisbirgðir vélarinnar væru á þrotum og að hún myndi reyna lendingu á Reykjavíkurflugvelli þar sem veður í Keflavík væri óhagstætt. Mikil snjókoma var í Keflavík seint í gærkvöldi og þykkur jafnfallinn snjór yfir öllu.
Upplýsingar um eldsneytisbirgðir vélarinnar reyndust á misskilningi byggðar og gat vélin að lokum lent í Keflavík án vandræða.
Upplýsingar um eldsneytisbirgðir vélarinnar reyndust á misskilningi byggðar og gat vélin að lokum lent í Keflavík án vandræða.