Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flutningavagn fauk á flugvél
Frá athafnasvæði við flugstöðina. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 4. desember 2012 kl. 09:19

Flutningavagn fauk á flugvél

Lögreglunni á Suðurnesjum barst á sunnudag tilkynning frá stjórnstöð Öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þess efnis að flutningsvagn hefði fokið til og lent á hreyfli flugvélar Icelandair. Vélin stóð á flughlaði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð.

All hvasst var á þessum tíma og fauk vagninn, sem notaður er til að flytja póst í flug, á vinstri hreyfil vélarinnar. Ekki urðu alvarlegar skemmdir vegna þessa, en þó mátti sjá rispur fremst á hreyflinum eftir atvikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024