Flutningaskipið hefur snúist talsvert á strandstað í kvöld
Flutningaskipið Wilson Muuga hefur snúist talsvert á strandstað í Hvalsnesfjöru á flóðinu nú í kvöld. Vakt er við skipið og þar fylgjast menn með skipinu í gegnum nætursjónauka þar sem skipið er ekki lýst upp. Talið er að það hafi snúist um 30-40 gráður eða jafnvel meira. Þetta kom fram í samtali Víkurfrétta við björgunarsveitarmann í kvöld.
Samkvæmt fréttum Sjónvarpsins þá eru allir botntankar flutningaskipsins Wilson Muuga rifnir. Í þeim eru 70 tonn af svartolíu. Óvíst er hvenær hreinsunarstarf vegna hugsanlegs olíuleka getur hafist. Spáð er stórstreymi á staðnum fram á Þorláksmessu. Hætta er á að skipið liðist í sundur. Sprungur eru komnar í plötumót segja björgunarmenn sem sigu niður í skipið í dag.
Veðurspá úti fyrir Hvalsnestorfunni er afar óhagstæð næsta sólarhring. Spáð er allt að tólf metra ölduhæð en frá því skipið strandaði hefur ölduhæð ekki farið yfir sex metra.
Vegna þeirra tíðinda að skipið hafi snúist mikið á strandstað hafa fleir menn verið kallaðir á staðinn til að meta aðstæður sem þó er erfitt í því svartamyrkri sem nú er á strandstaðnum.
Mynd: Ellert Grétarsson ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir strandstaðinn í dag með þyrlu Landhelgisgæzlunnar og tók þá meðfylgjandi myndir.
Samkvæmt fréttum Sjónvarpsins þá eru allir botntankar flutningaskipsins Wilson Muuga rifnir. Í þeim eru 70 tonn af svartolíu. Óvíst er hvenær hreinsunarstarf vegna hugsanlegs olíuleka getur hafist. Spáð er stórstreymi á staðnum fram á Þorláksmessu. Hætta er á að skipið liðist í sundur. Sprungur eru komnar í plötumót segja björgunarmenn sem sigu niður í skipið í dag.
Veðurspá úti fyrir Hvalsnestorfunni er afar óhagstæð næsta sólarhring. Spáð er allt að tólf metra ölduhæð en frá því skipið strandaði hefur ölduhæð ekki farið yfir sex metra.
Vegna þeirra tíðinda að skipið hafi snúist mikið á strandstað hafa fleir menn verið kallaðir á staðinn til að meta aðstæður sem þó er erfitt í því svartamyrkri sem nú er á strandstaðnum.
Mynd: Ellert Grétarsson ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir strandstaðinn í dag með þyrlu Landhelgisgæzlunnar og tók þá meðfylgjandi myndir.