Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:16

Flutningaskipi bjargað í höfninni

Talsvert yjón varð í óveðri og sjógangi í Grindavík í gærmorgun. Sjóvarnagarður við Hópsnes rofnaði og sjór gekk á land. Þá slitnaði 3100 tonna þýskt flutningaskip frá bryggju og var nær strandað í höfninni. Starfsmönnum Grindarvíkurhafnar tókst að festa þýska skipið Bremerflagge við bryggju rétt fyrir hádegi í gær en landfestar skipsins tóku að losna og slitna fyrr um morguninn vegna vonskuveðurs. Skipinu var haldið að hafnarbakkanum af lóðsinum og björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni og haldið föstu svo að það lemdist ekki utan í bryggju og þannig gátu björgunarmenn bundið skipið við pollana. Það var um klukkan 6.40 í gærmorgun sem landfestar skipsins fóru að losna og voru þá Lóðsinn og björgunarbáturinn kallaðir á vettvang og auk þeirra unnu um 30 manns við björgunarstörf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024