Flutningabílstjóri í vondum málum
Flutningabílstjóri sem ætlaði að fara til vinnu sinnar í morgun af gömlum vana, vaknaði upp við vondan draum. Innheimtumenn ríkissjóðs höfðu gert sig heimakomna við flutningabíl mannsins í nótt og haft á brott með sér skráningarnúmer bílsins vegna þess að opinber gjöld voru vangreidd. Þá var eigandi bifreiðarinnar kærður fyrir að mæta ekki með bílinn til skoðunar á réttum tíma.Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og í nótt, samkvæmt upplýs