Flutningabílstjórar þreyttir á hægagangi við Aðalhlið Keflavíkurflugvallar
Flutningabílstjórar sem eiga erindi í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, út í Hafnir eða út á Reykjanes eru þreyttir á hægagangi á morgnanna þegar bílalestir safnast upp við Aðalhlið Keflavíkurflugvallar.Flutningabílastjórarnir hafa ekið út úr bílaröðinni og farið þannig framhjá röðinni til að komast á Hafnaveginn. Þegar bílarnir hafa komið til baka úr erindagjörðum sínum hefur lögreglan haft afskipti af þeim.
Bílstjóri sem Fréttavefur Víkurfrétta ræddi við í morgun sagðist vilja sjá bílalestina sem er á leið upp á flugvöll fara út í kant svo hún tefji ekki fyrir bílum sem eiga ekki erindi á Keflavíkurflugvöll. Það sé bagalegt að þurfa að bíða í bílalest í margar mínútur á meðan leitað er í bílum við Aðalhliðið.
Bílstjóri sem Fréttavefur Víkurfrétta ræddi við í morgun sagðist vilja sjá bílalestina sem er á leið upp á flugvöll fara út í kant svo hún tefji ekki fyrir bílum sem eiga ekki erindi á Keflavíkurflugvöll. Það sé bagalegt að þurfa að bíða í bílalest í margar mínútur á meðan leitað er í bílum við Aðalhliðið.