Flutningabíll og mótorhjól í árekstri á Reykjanesbraut
Stór flutningabíll og mótorhjól rákust saman í morgun á Reykjanesbraut við afleggjarann að Ásbrú, samkvæmt frétt á mbl.is. Þar segir að flutningabíllinn hafi verið að beygja frá afleggjaranum að Ásbrú og ekið í veg fyrir mótorhjólið.
Reykjanesbraut var lokað í morgun frá hringtorginu á Fitjum vegna slyssins en nú er búið að opna hana aftur.
Í frétt mbl.is segir að ekki sé vitað um líðan þeirra sem í slysinu lentu.