Flutningabíll með tengivagn fullan af fiski valt á Reykjanesbraut
Í nótt barst lögreglu tilkynning um að vörubifreið með eftirvagn hefði oltið á Reykjanesbrautinni rétt austan við Grindavíkurveg. Óhappið varð um kl. 02:30.
Í ljós kom að vörubifreið með eftirvagn fullan af fiski lá á hliðinni og hindraði för um aðra akrein brautarinnar. Fengin var kranabifreið til að koma ökutækjunum af veginum og urðu nokkrar lítilsháttar umferðartafir af þeim sökum.
Fiskurinn í eftirvagninum var á leið til vinnslu á Suðurnesjum og verður unnið fram eftir morgni við að bjarga þeim verðmætum sem þar liggja.
Tildrög slyssisn eru óljós en framkvæmdir vegna tvöfuldunar brautarinnar standa yfir á þessum stað og þurfa ökumenn m.a. að aka yfir á nýja brú við gatnamótin. Í þeirri beygju missti ökumaður vörubifreiðarinnar stjórn á bifreiðinni. Ökumaður vörubifreiðarinnar slapp með minni háttar meiðsl.
Mynd: Frá slysstað í morgun.