Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flutningabíll með spilliefni valt á Fitjum
Miðvikudagur 13. desember 2023 kl. 15:09

Flutningabíll með spilliefni valt á Fitjum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er núna með mikinn viðbúnað á Fitjum eftir að flutningabíll valt í hringtorgi á Reykjanesbraut á Fitjum. Flutningabíllinn var að flytja spilliefni og leka vökvar frá bílnum út í ofanvatnsrásir á svæðinu. Verið er að hefta leka frá bílnum en á Fitjum eru tjarnir sem eru mikilvægar fyrir fuglalíf á svæðinu.

Lokað er á umferð um Reykjanesbraut frá Fitjum og að Grænási.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi umferðarslyssins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi

Umferð um Reykjanesbraut er lokuð við Fitjar vegna slyssins en flutningabíllinn lokar akstursleiðinni frá Fitjum og að Grænási.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spilliefni leka frá bílnum og ofan í vatnsrásir meðfram Reykjanesbraut og Stekk.

Flutningabíllinn er með spilliefnafarm. Hér má sjá inn í bílinn.



Settar hafa verið mengunarvarnapulsur við bílinn. Jarðvinnuverktaki er einnig að setja jarðvegsefni í ofanvatnsrás á svæðinu til að varna því að spilliefni komist frá svæðinu.