Flutningabíll með spilliefni valt á Fitjum
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er núna með mikinn viðbúnað á Fitjum eftir að flutningabíll valt í hringtorgi á Reykjanesbraut á Fitjum. Flutningabíllinn var að flytja spilliefni og leka vökvar frá bílnum út í ofanvatnsrásir á svæðinu. Verið er að hefta leka frá bílnum en á Fitjum eru tjarnir sem eru mikilvægar fyrir fuglalíf á svæðinu.
Lokað er á umferð um Reykjanesbraut frá Fitjum og að Grænási.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi umferðarslyssins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
Umferð um Reykjanesbraut er lokuð við Fitjar vegna slyssins en flutningabíllinn lokar akstursleiðinni frá Fitjum og að Grænási.
Spilliefni leka frá bílnum og ofan í vatnsrásir meðfram Reykjanesbraut og Stekk.
Flutningabíllinn er með spilliefnafarm. Hér má sjá inn í bílinn.
Settar hafa verið mengunarvarnapulsur við bílinn. Jarðvinnuverktaki er einnig að setja jarðvegsefni í ofanvatnsrás á svæðinu til að varna því að spilliefni komist frá svæðinu.