Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flutningabílar ekki í náðinni í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 13. júní 2002 kl. 09:04

Flutningabílar ekki í náðinni í Reykjanesbæ

Lögreglan kærði eigendur þriggja ökutækja fyrir að leggja flutninga- eða vörubifreiðum í íbúðahverfi og vísar þar til lögreglusamþykktar Reykjanesbæjar. Lögreglan hefur síðustu daga verið í átaki gegn þessum bílum í íbúðahverfum við misjafnar undirtektir eigenda bílanna.Hópur vöru- og flutningabílstjóra fjölmennti á lögreglustöðina í Keflavík á dögunum til að mótmæla aðgerðum lögreglu og biðjast vægðar. Þá fengu menn frið þá nóttina hjá Þorvaldi Benediktssyni varðstjóra og hans mönnum. Þorvaldur gerði hins vegar út lögreglumenn í nótt með sektarblokkina á lofti.
Nú kemur það í hlut bæjaryfirvalda að finna svæði fyrir vöru- og flutningabíla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024