Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvirki drap flugrottu
Miðvikudagur 23. september 2015 kl. 17:56

Flugvirki drap flugrottu

Flugvirkja hefur tekist að drepa rottu sem tók sér bólfestu í einni af flugvélum Icelandair. Viðureignin við rottuna tók marga daga en tilraunir til að handsama kvikindið gengu illa og eiturbomba og fjölmargar gildrur skiluðu ekki tilætluðum árangri.

Í fyrstu var haldið að dýrið um borð væri hamstur eða annað nagdýr sem hefði komist um borð á flugvelli erlendis. Icelandair varð að taka þotuna úr rekstri í rúma viku vegna vágestsins, enda geta nagdýr valdið alvarlegum skaða með því t.a.m. að naga í sundur leiðslur.

Það var síðan flugvirki sem rakst á rottuna við vinnu sína og tókst að drepa hana en vélin var geymd í flugskýli á meðan dýrsins var leitað, segir í fréttum RÚV og DV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024