Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvélin fer ekki fyrr en greiðsla berst
Unnið við afgreiðslu vélarinnar í gær. Hún stendur enn á Keflavíkurflugvelli og fer ekki fet fyrr en skuldin hefur verið greidd. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 15:43

Flugvélin fer ekki fyrr en greiðsla berst

Airbus A-320 flugvél tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines er ennþá á Keflavíkurflugvelli eftir að hún var kyrrsett í gærmorgun vegna ógreiddra lendingargjalda sem Iceland Express hefur ekki staðið skil á vegna flugs á vegum félagsins.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við Víkurfréttir nú áðan að staðan væri sú sama og í gær.

Iceland Express er ekki flugrekandi en endanleg ábyrgð á greiðslu lendingargjalda hvílir á flugrekanda viðkomandi flugvélar sem í þessu tilviki er tékkneska flugfélagið í samræmi við lög um loftferðir. Heimildir herma að um tugi milljóna króna sé að ræða og verður flugvélin um kyrrt á Keflavíkurflugveli þar til viðeigandi greiðslur hafa verð inntar af hendi.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024