Flugvélafloti Flugakademíu Keilis telur nú alls fjórtán kennsluvélar
Tvær spánýjar kennsluflugvélar bættust við flugvélaflota Flugakademíu Keilis á dögunum. Floti skólans telur nú samtals fjórtán Diamond flugvélar, en með komu nýju vélanna hefur skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og yngsta flota kennsluvéla í norður Evrópu.
Nýju flugvélarnar eru að gerðinni DA40 og koma frá austurríska flugvélaframleiðandanum Diamond.2Þær eru með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búnar fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. Skólinn hefur nú yfir að ráða samtals átta DA40 fjögurra sæta vélar, fimm DA20 tveggja sæta vélar og eina tveggja hreyfja DA42 kennsluvél.
Þá tók Flugakademían nýverið í notkun fullkominn flughermi frá Diamond fyrir þjálfun á tveggja hreyfla DA42 flugvél skólans og bættist hann við núverandi Redbird hreyfanlegan flughermi skólans.
Fullbókað í atvinnuflugmannsnámskeið líkt og undanfarin ár
Á þriðja hundrað nemendur stunda nú atvinnuflugnám í Flugakademíu Keilis. Aukin ásókn hefur verið í námið á undanförnum misserum og var fullbókað í bæði samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám í ágúst, og mikil eftirspurn eftir næstu námskeiðum í byrjun ársins 2019. Vegna mikillar aðsóknar í flugnám er áhugasömum bent á að senda inn námsumsókn sem fyrst en næstu lausu námskeið á næsta ári.
Nánari upplýsingar um flugvélaflota Flugakademíu Keilis má nálgast á heimasíðu Keilis.