Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 11. maí 2002 kl. 17:45

Flugvél nauðlenti á Höskuldarvöllum

Flugvél af gerðinni Cessna 152 nauðlenti á Höskuldarvöllum rétt eftir fjögur í dag. Lögreglan í Keflavík var kölluð út og var hún komin á staðinn um korter yfir fjögur. Flugvélin er í eigu Flugskóla Íslands og var flugkennari ásamt flugnema einu farþegarnir um borð. Vélin er eins hreyfils.Flugkennarinn náði að lenda vélinni á Höskuldarvöllum en þá hafði vélin misst allt vélarafl. Engin slys urðu á fólki og var vél óskemmd eftir nauðlendinguna. Það er í höndum rannsóknarnefndar flugslysa að rannsaka nauðlendinguna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024