Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvél í hættu vegna nefhjóls
Flugvélin á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Sjá má að nefhjólið snýr ekki beint fram. VF-mynd/pket.
Laugardagur 10. apríl 2021 kl. 16:42

Flugvél í hættu vegna nefhjóls

Flugvél frá bandaríska flughernum lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli eftir að nefhjól hafði snúist eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli. Fjórir voru um borð og sakaði ekki. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 15.50 eftir að hafa losað eldsneyti í háloftunum í nokkurn tíma. Hættuástandi var lýst yfir en því var aflýst fljótlega eftir lendingu.

Lendingin tókst vel en flugmaðurinn keyrði vélinni inn á akbraut. Rannsóknanefnd samgöngumála rannsakar málið en hún var mætt á staðinn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjúkrabílar og lögregla voru á Keflavíkurflugvelli vegna hættuástandsins. VF-myndir/pket.