Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 25. október 2006 kl. 16:00

Flugvél á leið til öryggislendingar

Flugvél er nú á leið til öryggislendingar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa Flugstjórnar óskaði flugstjóri vélarinnar eftir því að lenda hér vegna gangtruflana í hreyflum vélarinnar og hefur þegar verið slökkt á öðrum hreyflinum.

Vélin er frá bandaríska flugfélaginu Continental en 172 farþegar eru um borð í vélinni og lendir hún núna næstu mínútur.

Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi segir öryggisviðbúnað á vellinum vera á grænum og að ekki sé um nauðlengingu að ræða, þar sem annar hreyfill vélarinnar sé í gangi.

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, er á Keflavíkurflugvelli og er nánari frétta að vænta innan skamms.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024