Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvallarsvæðið einn stærsti vinnustaður landsins
Sunnudagur 4. febrúar 2007 kl. 15:14

Flugvallarsvæðið einn stærsti vinnustaður landsins

Umsvif í rekstri Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar jukust stórlega við brotthvarf bandaríska hersins og fór starfsmannafjöldinn úr 60 í 205 vegna tilfærslu þeirra verkefna sem áður voru á hendi varnarliðsins. Um 65% mannaflans er af Suðurnesjum.

Flugmálastjórn efndi til blaðamannafundar fyrir helgi þar sem kynntar voru þær breytingar sem urðu við þessi tímamót. Varnarliðið annaðist nánast allt viðhald flugvallarins og tækjabúnaðar honum tengdum en þau verkefni heyra nú undir Flugmálastjórn auk reksturs flugvallarins almennt sem  er mjög víðtækur. Undir hann heyra t.a.m. tæknideildir og flugvallarslökkvilið sem áður heyrði undir VL. Nærri 50 ha stórt athafnasvæði og stæði fyrir flugvélar bættust við umráðasvæði Flugmálastjórnar við breytinguna.

Flugumferð og flugsækin starfsemi á Keflavíkurflugvelli fer ört vaxandi. Alls 13.250 gjaldskyldar lendingar voru á síðasta ári og 61.000 skráðar hreyfingar, þ.e. flugtök, lendingar, aðflug án lendingar og snertilendingar. Tvær milljónir farþega fóru um völlinn og 61.000 tonn af vörum og pósti.

Til samanburðar má geta þess að árið 1985 lögðu 567 þúsund farþegar leið sína um völlinn og lendingar voru 4,045.

Á flugvallarsvæðinu starfa um 1.500 manns og er það einn stærsti vinnustaður landsins.

Mynd: Fjölmiðlafólk fór í skoðunarferð um athafnasvæði Flugmálastjórnar fyrir helgi. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024