Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp störfum
Mánudagur 10. desember 2007 kl. 18:43

Flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp störfum

Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli hefur samkvæmt heimildum vf.is sagt starfi sínu lausu. Hann hefur gegnt starfi flugvallarstjóra undanfarin níu ár.

Björn Ingi mun vera á leið til annarra starfa en hann er annar forstjórinn á Keflavíkurflugvelli sem segir starfi sínu lausu en Höskuldur Ásgeirsson hætti nýlega hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frumvarp um sameiningu embættanna, FLE og Flugmálastjórnarinnar er í vinnslu en nú er ljóst að hvorugur fyrrnefndra manna verður nýr forstjóri hjá nýju félagi sem stofnað verður á næstu mánuðum. Er óhætt að segja að mikil reynsla og þekking fari af svæðinu við uppsögn þeirra Björns Inga og Höskuldar en þeir hafa báðir staðið í stórræðum á undanförnum áratug, Höskuldur í hlutafélagsvæðingu flugstöðvarinnar og Björn Ingi í yfirtöku á viðamiklum rekstri frá varnarliðinu en starfsmannafjöldi Flugmálastjórnarinnar þrefaldaðist við það á árinu.

Ekki er vitað hvert Björn Ingi er að fara í nýju starfi en Höskuldur er kominn til starfa eins og greint hefur verið frá, hjá Nýsi en það er umsvifamikið hér á landi í ýmsum fasteignarekstri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024