Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvallarslökkviliðið vinnur til æðstu verðlauna í brunavörnum
Miðvikudagur 2. október 2002 kl. 08:53

Flugvallarslökkviliðið vinnur til æðstu verðlauna í brunavörnum

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er núna kl. 09 að taka við æðstu verðlaunum á sviði brunavarna, sem slökkviliðið vann nýlega í árlegri samkeppni milli allra slökkviliða Bandaríkjaflota.Slökkvilið varnarliðsins er skipað íslenskum starfsmönnum, samtals 128 manns. 90 þeirra annast brunavarnir allra mannvirkja á varnarsvæðunum, að meðtalinni flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og allra flugvéla sem leið eiga um flugvöllinn og 38 starfa í flugþjónustudeild.
Keflavíkurflugvöllur er alþjóðaflugvöllur og eini varaflugvöllur tuga og hundruða flugvéla sem daglega leggja leið sína um þennan heimshluta. Jafnframt er hann varnarstöð og þrettándi fjölmennasti þéttbýliskjarni landsins með 600 byggingum og öðrum mannvirkjum sem sum hver eru hin stærstu sinnar tegundar á landinu. Rík áhersla er lögð á öflugt eldvarnaeftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir með víðtækri notkun fullkomins viðvörunar- og slökkvibúnaðar. Viðbúnaður vegna öryggis- og björgunarþjónustu við sem og aðrar flugvélar, farþega og áhafnir, er einnig viðamikill þáttur í starfseminni.
Að auki sjá starfsmenn slökkviliðsins um hreinsun hættulegra efna, fermingu og affermingu herflutningaflugvéla, afgreiðslu og Þjónustu við herflugvélar sem leið eiga um flugvöllinn, rekstur sérstaks öryggisbúnaðar er stöðvar orrustuþotur í lendingu að ógleymdum ísvörnum og snjóruðningi á athafnasvæði á Keflavíkurflugvelli sem er um 1,6 milljón fermetrar að stærð.
Slökkviliðið hefur hafnað í einu af þremur efstu sætum samkeppninnar undanfarin 16 ár og vinnur nú til æðstu verðlauna fjórða árið í röð.
Við sama tækifæri verður slökkviliðsmönnum sem nýlega hafa lokið afhent starfskírteini sín ásamt herlögreglumönnum sem hlotið hafa kennsluréttindi í akstri öryggis- og björgunarbifreiða hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024