Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugsveit þýska flughersins við æfingar á Íslandi
Eurofighter Typhoon orrustuþota þýska flughersins. Mynd/Facebook-síða Landhelgisgæslu Íslands
Fimmtudagur 27. júlí 2023 kl. 08:29

Flugsveit þýska flughersins við æfingar á Íslandi

Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum. Áætlað er að flugvélarnar komi til landsins 28. júlí og fari 10. ágúst.

Landhelgisgæslan greinir frá þessu á Facebook-síðu sini og þar segir að æfing þýska flughersins sé mikilvægur liður í því að efla stöðuvitund og þekkingu á aðstæðum á Íslandi og treystir tvíhliða varnarsamvinnu ríkjanna. Sveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík og mun æfa með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Kelfavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024