Flugsveit frá kanadíska flughernum komin til landsins
Orrustuþotur af gerðinni F/A-18 Hornet frá kanadíska flughernum lentu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Kanadíska sveitin tekur að sér loftrýmisgæslu við Ísland á vegum Atlantshafsbandalagsins fram í miðjan júní. Hópurinn sem kemur frá Kanada er 160 manns samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands. Einnig koma starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi og taka þátt í gæslunni.