Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Flugstöðin rýmd og allir sendir í öryggisleit
    Troðfullur brottfararsalur.
  • Flugstöðin rýmd og allir sendir í öryggisleit
    Farþegarnir voru ekki allir þungir á brún þrátt fyrir ástandið. VF-myndir: Sólborg Guðbrandsdóttir
Miðvikudagur 29. mars 2017 kl. 18:12

Flugstöðin rýmd og allir sendir í öryggisleit

- Seinkanir á flestum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli

Þröngt var á þingi í flugstöð Leifs Eiríkssonar nú rétt í þessu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ástæðan sú að, fyrir mistök, hafi farþegar flugvallarins sem þurftu að gangast undir öryggisleit og þeir sem þurftu þess ekki, verið sameinaðir, sem eru stór brot á öryggisreglum flugstöðvarinnar, við komu einnar vélar.

Í kjölfarið þurftu allir farþegar sem á flugvöllinn voru komnir að fara í gegnum öryggisleit, hvort sem þeir voru nú þegar búnir að því eða ekki. Þær flugvélar, sem voru ennþá á flugvallarsvæðinu og með farþega um borð, voru einnig rýmdar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar Víkurfréttir yfirgáfu flugstöðina var brottfararsvæðið yfirfullt af nokkur hundruð óþolinmóðum og þreyttum farþegum sem biðu svara.