Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugstöðin í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld
Fimmtudagur 3. apríl 2014 kl. 17:42

Flugstöðin í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Ört vaxandi ferðamannaiðnaður á Íslandi endurspeglast í flugstöðinni og þar er mikið annríki alla daga frá því snemma á morgnanna og langt fram á kvöld.

Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á lífinu í flugstöðinni nú í vikunni en þar standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir á næstu mánuðum og misserum. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þá verður þátturinn einnig aðgengilegur á vf.is í fyrramálið í háskerpu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024