Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugstöðin: Handtökur vegna amfetamínmála
Mánudagur 13. mars 2006 kl. 09:33

Flugstöðin: Handtökur vegna amfetamínmála


Þrír karlmenn frá Litháen eru nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast amfetamínframleiðslu hér á landi. Þriðji Litháinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrir um hálfum mánuði með talsvert af efnum til amfetamíngerðar. Þau voru í fljótandi formi í nokkrum flöskum. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en talið var nauðsynlegt að leynd ríkti um handtökuna enda miklir rannsóknarhagsmunir í húfi.

Í byrjun febrúar var annar Lithái tekinn á Keflavíkurflugvelli með amfetamín á lokastigi framleiðslu og í framhaldi af því var landi hans handtekinn en sá hefur verið búsettur hér á landi. Gæsluvarðhald yfir þeim hefur verið framlengt í héraði og staðfest í Hæstarétti. Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil en ætla má að hægt sé að framleiða þónokkur kíló af amfetamíni úr þeim hráefnum sem reynt hefur að smygla hingað. Magnið fer þó eftir styrk efnanna. Vefurinn ruv.is greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024