Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugstöðin: Fríhafnarverslunin flutt á miðsvæðið á 2. hæð
Þriðjudagur 19. september 2006 kl. 09:09

Flugstöðin: Fríhafnarverslunin flutt á miðsvæðið á 2. hæð

Verslunar- og þjónustustarfsemi vestan megin á 2. hæð flugstöðvarbyggingarinnar verður á næstunni flutt um set til bráðabirgða og allt athafnasvæðið þar síðan þiljað af vegna niðurrifs og múrbrots til undirbúnings breytinga í rýminu.
Öll verslun Fríhafnarinnar verður flutt úr núverandi heimkynnum sínum yfir í norðurenda miðsvæðis á 2. hæð (fjærst á meðfylgjandi mynd undir glerlistaverki Leifs Breiðfjörð og þar í grennd!).
Fyrst verður snyrtivörudeildin flutt og síðan aðrar deildir. Verslanirnar Optical Studio og Leonard verða sömuleiðis fluttar núna í september og að síðustu útibú Landsbankans í október.
Á meðan framkvæmdirnar vara ganga farþegar beint inn í verslun Fríhafnarinnar úr vopnaleitinni og þaðan áfram inn á brottfararsvæðið.
Núna eftir helgina verður byrjað að flísaleggja gólfið framan við vopnaleitarhliðin til undirbúnings því að fríhafnarverslunin verði flutt til á 2. hæð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024