Flugstöð Leifs Eiríkssonar tekur nýtt tölvukerfi í notkun
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hefur tekið í notkun nýtt tölvukerfi við innritun farþega sem leið eiga um stöðina. Tilgangurinn með innleiðingu kerfisins er tvíþættur. Annarsvegar að flýta fyrir afgreiðslu farþega sem leið eiga um flugstöðina, og hins vegar að gera öllum fyrirtækjum kleift að afgreiða farþega innan flugstöðvarinnar.Áður áttu afgreiðslufyrirtækin sjálf allan vélbúnað sem takmarkaði verulega aðgang annarra að afgreiðslu farþega í flugstöðinni. Með tilkomu nýja SITA CUTE fjölnota tölvukerfisins getur hvaða fyrirtæki sem hefur til þess heimild, unnið við farþegaafgreiðslu í flugstöðinni. Kerfið gefur fyrirtækjunum jafnframt aukinn sveigjanleika við innritun farþega þar sem þau geta nú aukið fjölda opinna innritunarborða ef þörf er á til að bregðast við álagstoppum.
Allar vinnustöðvar hafa nú verið búnar fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á og hefur tæknistig farþegaafgreiðslu verið aukið verulega með tilkoma þessa nýja tölvukerfis. Á innritunarborðum eru nú lesarar sem geta lesið upplýsingar um farþega af vegabréfi þeirra, af segulrönd farmiða, eða af séraðildarkorti sem farþegar hafa meðferðis. Hægt er að prenta upplýsingar á segulrönd brottfararspjalda sem flýta fyrir afgreiðslu farþega um borð í flugvélar og komið hefur verið upp búnaði á brottfararhliðum sem lesið getur upplýsingar af brottfararspjöldum og vegabréfum farþega.
Miklar vonir eru bundnar við að þessi nýja tækni eigi eftir að gera farþegum auðveldara að ferðast og njóta þess enn frekar að eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Allar vinnustöðvar hafa nú verið búnar fullkomnasta vélbúnaði sem völ er á og hefur tæknistig farþegaafgreiðslu verið aukið verulega með tilkoma þessa nýja tölvukerfis. Á innritunarborðum eru nú lesarar sem geta lesið upplýsingar um farþega af vegabréfi þeirra, af segulrönd farmiða, eða af séraðildarkorti sem farþegar hafa meðferðis. Hægt er að prenta upplýsingar á segulrönd brottfararspjalda sem flýta fyrir afgreiðslu farþega um borð í flugvélar og komið hefur verið upp búnaði á brottfararhliðum sem lesið getur upplýsingar af brottfararspjöldum og vegabréfum farþega.
Miklar vonir eru bundnar við að þessi nýja tækni eigi eftir að gera farþegum auðveldara að ferðast og njóta þess enn frekar að eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.