Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa Lónið undirrita samning um rekstur í Flugstöðinni
Laugardagur 9. apríl 2005 kl. 12:54

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa Lónið undirrita samning um rekstur í Flugstöðinni

Bláa Lónið hf. og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur BLUE LAGOON verslunar innan verslunar Íslensks markaðar (búð í búð) í Flugstöðinni. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, og Höskuldur Ásgeirsson,framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn og fór undirritunin fram í Flugstöðinni.

BLUE LAGOON húðvörur hafa um árabil verið fáanlegar í Íslenskum markaði. Sú breyting verður nú á að Bláa Lónið mun fá til umráða afmarkað svæði innan verslunarinnar þar sem fyrirtækið mun reka sjálfstæða verslun.

Samningurinn er einn þáttur í að auka fjölbreytni verslunar í flugstöðvarbyggingunni og veita fleiri einkaaðilum kost á að vera með eigin rekstur á svæðinu. Samningurinn við Bláa Lónið er jafnframt liður í að leggja niður rekstur Íslensks markaðar í núverandi mynd og setja hann í hendur einkaaðila. BLUE LAGOON ICELAND er eitt þekktasta vörumerki Íslands og er eigin verslun í Flugstöðinni jákvætt skref fyrir Bláa Lónið og Flugstöðina.

Auk verslunarinnar í Flugstöðinni rekur Bláa Lónið verslanir í Bláa Lóninu – heilsulind;  í Ingólfsnausti að Aðalstræti 5 í Reykjavík auk netverslunar á www.bluelagoon.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024