Flugstöð Leifs Eiríkssonar hagnast um 180 milljónir króna
Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 176 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 samanborið við 101 milljón árið á undan. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu en þar segir ennfremur að hagnaðurinn sé að megin hluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri, auk verulegrar lækkunar á fjármagnsgjöldum félagsins.
Heildartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins 2004 námu um 2.370 milljónum króna og jukust um 21% milli ára. Vegur fjölgun farþega sem fara um flugstöðina þyngst í aukningu tekna, en þeim hefur fjölgað um rúm 22% fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið 2003.
Í tilkynningu frá félaginu kemur einnig fram að rekstrargjöld séu um 14% hærri en á sama tíma árið 2003 sem komi aðallega til vegna kostnaðarverðs seldra vara. Hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af rekstrartekjum er nú 33% og því hagstæðara en í fyrra þegar hlutfallið var 28%.
Rekstur félagsins hefur verið í samræmi við áætlanir það sem af er þessu ári og allt útlit fyrir að áætlanir ársins í heild munu ganga eftir. Félagið er fjárhaglega sterkt og hefur náð að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar voru við stofnun þess.
Eignir félagsins námu í lok júni tæpum 13 milljörðum króna og höfðu aukist um 6,6% frá áramótum, helstu breytingar á eignum eru kaup á Íslenskum Markaði hf. og nýfjárfestingar samtals að fjárhæð 726 milljónir króna. Eigið fé nam 4,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 35,4%. Arðsemi eigin fjár var á tímabilinu 7,6% en á sama tímabili árið áður var arðsemi eigin fjár 4,7%.
Heildartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins 2004 námu um 2.370 milljónum króna og jukust um 21% milli ára. Vegur fjölgun farþega sem fara um flugstöðina þyngst í aukningu tekna, en þeim hefur fjölgað um rúm 22% fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið 2003.
Í tilkynningu frá félaginu kemur einnig fram að rekstrargjöld séu um 14% hærri en á sama tíma árið 2003 sem komi aðallega til vegna kostnaðarverðs seldra vara. Hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af rekstrartekjum er nú 33% og því hagstæðara en í fyrra þegar hlutfallið var 28%.
Rekstur félagsins hefur verið í samræmi við áætlanir það sem af er þessu ári og allt útlit fyrir að áætlanir ársins í heild munu ganga eftir. Félagið er fjárhaglega sterkt og hefur náð að uppfylla þær kröfur og væntingar sem gerðar voru við stofnun þess.
Eignir félagsins námu í lok júni tæpum 13 milljörðum króna og höfðu aukist um 6,6% frá áramótum, helstu breytingar á eignum eru kaup á Íslenskum Markaði hf. og nýfjárfestingar samtals að fjárhæð 726 milljónir króna. Eigið fé nam 4,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 35,4%. Arðsemi eigin fjár var á tímabilinu 7,6% en á sama tímabili árið áður var arðsemi eigin fjár 4,7%.