Flugstöð Leifs Eiríkssonar falin yfirtaka á hluta reksturs Keflavíkurflugvallar
Lausn fundin á svifryksmengunni!
Hér er alveg glimrandi góð lausn sem við fundum á svifryksmengunni í Reykjaneshöll. Við breytum höllinni bara í allherjar lan-setur eins og hér sést. Þá sitja menn bara og spila tölvuleiki í stað þess að hlaupa um gervigrasið og þyrla upp öllu rykinu!
Heiða í heiði
Við úttekt S&S á Evróvisjon þátttakendum af Suðurnesjum í síðustu viku gleymdist skærasta stjarnan, Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða, sem kom sá og sigraði með framlagi hennar og Dr. Gunna, Ég og heilinn minn.
Heiða, sem er borinn og barnfæddur Keflvíkingur, sneri nýlega aftur á heimaslóðir og komst áfram í lokakeppnina íklædd forláta glans-samfestingi, sérsaumuðum í Rokksmiðjunni í Reykjanesbæ.