Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugstöð Leifs Eiríkssonar bakhjarl Víkingaheima
Miðvikudagur 15. ágúst 2007 kl. 18:36

Flugstöð Leifs Eiríkssonar bakhjarl Víkingaheima

Undirritaður hefur verið styrktar- og samstarfssamningur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og Íslendings ehf. Samningurinn felur í sér styrk frá FLE við uppbyggingu Víkingaheima sem er verkefni á vegum Íslendings ehf. auk þess sem kynning á verkefninu mun verða í og við flugstöðina.


„Við erum ánægð með að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni. Með þessu samstarfi við Íslending ehf. vill FLE leggja sitt að mörkum til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu á Íslandi”, segir Hrönn Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE í fréttatilkynningu. 

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Víkingaheima sem eru við Stekkjarkot í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Þar mun einning rísa skáli víkingaskipsins Íslendings. Stefnt er að opnun svæðisins um mitt sumar 2008.

Á mynd: Hrönn Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE og Steinþór Jónsson framkvæmdastjóri Íslendings ehf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024