Flugmenn Gæslunnar opnir fyrir hugmyndinni
Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að flugmenn hennar séu mjög opnir fyrir þeim hugmyndum að Gæslan flytjist að hluta eða í heild til Suðurnesja. Það geti skapað aukin tækifæri fyrir starfsfólk og aukið umsvif Gæslunnar. Þá segir hann að aðstaðan á Keflavíkurflugvelli sé eftirsóknaverðari en í Reykjavík, fyrir utan veðurfarið en meira rok sé yfirleitt í Keflavík sem hugsanlega gæti hamlað flugi. Hins vegar viti hann ekki annað en að öll aðstaða sé í góðu lagi, s.s. skýli, húsnæði fyrir áhafnir og skrifstofur.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun þar sem jafnframt haft eftir Benóný að þyrluflugmenn Gæslunnar yrðu að búa á Suðurnesjum til að tryggja sem stystan viðbragstíma. Hann tekur þó fram að þessi mál hafi ekki verið rædd við starfsfólk Gæslunnar en býst þó við að málin skýrist fljótlega.
Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun þar sem jafnframt haft eftir Benóný að þyrluflugmenn Gæslunnar yrðu að búa á Suðurnesjum til að tryggja sem stystan viðbragstíma. Hann tekur þó fram að þessi mál hafi ekki verið rædd við starfsfólk Gæslunnar en býst þó við að málin skýrist fljótlega.