Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli tekur við útgáfu aðgangsskírteina
Flugmálastjórnin Keflavíkurflugvelli hefur tekið við útgáfu aðgangsskýrteina fyrir öll öryggissvæði á flugvellinum og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefur útgáfan verið færð úr lögreglustöðinni á Grænási í nýja afgreiðslu aðgangsheimilda í norðvesturhorni brottfararsalar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Keflavíkurflugvöllur og stór hluti Flugstöðvar Leifs Eiríkssinar eru haftasvæði vegna flugverndar. Verða allir sem um þau fara að hafa viðurkenndar aðgangsheimildir á borð við starfsmannaskírteini, gestavegabréf eða brottfararspjöld.
Umsóknum um starfsmannaskírteini í flugstöð og á flugvellinum skal skila í hina nýju afgreiðslu aðgangsheimilda. Að öðru leyti er afgreiðsluferli óbreytt.
Opnunartími vegna útgáfu almennra aðgangsheimilda er kl. 09.00-12.00 og 13.00-15.00 virka daga.
Opnunartími vegna útgáfu gestaleyfa í flugstöð er kl. 05.00-18.00.
Utan þess tíma skal hafa samband við flugöryggisverði í síma 425-6030.
Útgáfa gestaleyfa á flugsvæðum er í:
Gullnahliði (bygging nr.14) – Sólarhringsvakt alla daga.
Silfurhliði (Áður Grænáshlið) Kl. 06.00-19.00 virka daga.
Umsjónarmaður útgáfu aðgangsheimilda er Bjarni Sveinsson.
Sími: 425-6028
[email protected]
Myndir: Bjarni Sveinsson umsjónarmaður með útgáfu aðgangsheimilda og Arngrímur Guðmundsson deildarstjóri flugverndar hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli við nýja afgreiðslu aðgangsheimilda í norðvesturhorni flugstöðvarinnar.