FLUGLEIÐUM SKYLT AÐ NOTA NAFNDIÐ „KEFLAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT"
Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar sendi mótmælabréf til Utanríkisráðuneytisins, 1. desember s.l. þess efnis að Flugleiðir noti nafnið „Reykjavík International airport“ í stað „Keflavík International airport“ á nýrri heimasíðu og í bæklingum félagsins.MOA barst bréf frá Utanríkisráðuneytinu 20. desember s.l. og þar segir að ráðuneytið hafi beint þeim tilmælum til Flugleiða hf. að félagið noti hið rétta heiti flugvallarins á ensku, „Keflavík International airport“.