Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugleiðir hagnast um 3,4 milljarða króna
Fimmtudagur 24. febrúar 2005 kl. 14:15

Flugleiðir hagnast um 3,4 milljarða króna

Hagnaður Flugleiða var 3,4 milljarðar á síðasta ári. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið jafn góð og nú en árið 2003 var nam hagnaðurinn um 1,1 milljarði eftir skatt. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að heildarveltan á árinu hafi verið 43 milljarðar króna en var árið 2003, 38 milljarðar króna.

Á stjórnarfundi Flugleiða í dag var samþykkt að greiða hluthöfum fyrirtækisins 1,5 milljarða króna í arð en það er um 44% af hagnaðinum eftir skatta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024