Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. júlí 2003 kl. 12:27

Flugleiðavél snúið við vegna hreyfilbilunar

Vél Flugleiða, sem lagði af stað til London í áætlunarflugi í morgun, var snúið við eftir 20 mínútna flug þegar flugstjóri veitti því athygli að annan hreyfil vélarinnar skorti afl. Var vélinni lent aftur í Keflavík og er búist við að annaðhvort hún eða önnur vél leggi af stað til London nú um hádegið, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða.Guðjón sagði hvorki áhöfn né farþega vélarinnar hafa verið í hættu en óneitanlega setti atvikið flugáætlun dagsins úr skorðum þar sem seinkun yrði jafnframt á flugi frá London til Keflavíkur seinna í dag. Morgunblaðið á Netinu greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024