Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugleiðavél á leið til Tælands í kvöld
Þriðjudagur 28. desember 2004 kl. 17:34

Flugleiðavél á leið til Tælands í kvöld

Flugleiðavél fer frá Íslandi til Tælands í kvöld með tíu tonn af vatni frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar en hún mun sækja sænska ferðamenn sem komust lífs af úr hörmungunum sem dundu yfir suð-austur Asíu. Ferðin er farin að beiðni sænskra stjórnvalda.

Ákveðið var að nýta ferðina og brugðust starfsmenn Ölgerðarinnar skjótt við og senda þeir með tæp 10 tonn af svokölluðu Icelandic Spring vatni sem Ölgerðin gefur til hjálparstarfsins.

Flugvélin átti að leggja af stað klukkan 18:00 í dag en nú er ljóst að einhver seinkun verður þar á.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024