Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flugköttur slapp úr búri
Föstudagur 2. október 2015 kl. 14:42

Flugköttur slapp úr búri

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann.

Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem hafði verið lokað vel og vandlega svo hann endurtæki ekki leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024