Flugi frestað vegna stormviðvörunar
Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri.
Brottför flugs frá New York, Boston, Baltimore og Minneapolis í Bandaríkjunum, sem samkvæmt áætlun er væntanlegt til Íslands snemma í fyrramálið, er frestað um fjórar til fimm klukkustundir og gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 11.30.
Gert er ráð fyrir öll morgunflug Icelandair til Evrópu, þe. flug til London, Osló, Glasgow, Frankfurt, Parísar, Kaupmannahafnar og Stokkhólms fari frá Keflavíkurflugvelli um hádegi á morgun.
IcelandExpress hefur jafnframt seinkað öllu sínu flugi á morgun. Fólk er hvatt til að fylgjast með flugáætlun í t.d. textavarpi.