Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flughlaðið málað í veðurblíðunni
Föstudagur 18. júlí 2003 kl. 21:52

Flughlaðið málað í veðurblíðunni

Það hefur heldur betur viðrað í dag til málningarvinnu. Málningarþjónusta Magnúsar Daðasonar hefur meðal annars tileinkað sér að mála línur og tákn á bílastæði og götur. Málari á vegum fyrirtækisins var í dag að merkja flughlaðið við Leifsstöð. Þar er mikið flæmi sem þarf að vera vel merkt og nákvæmlega. Merkja þarf akleiðir flugvéla, ökutækja og bannsvæði ýmiskonar.Hér er verið að merkja brunn á flughlaðinu við Suðurbyggingu. Hér er stranglega bannað að stöðva bæði bíla og flugvélar!

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024