Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugherinn tekur við á næsta ári
Miðvikudagur 29. júní 2005 kl. 11:55

Flugherinn tekur við á næsta ári

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta mun flugherinn taka við rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli 1. október á næsta ári og er undirbúningsvinna vegna þess í fullum gangi hjá hernum.

Flugherinn mun byrja hægt og rólega að taka við verkefnum frá 1. október á þessu ári til 30. september á næsta ári. Til marks um þessa yfirtöku er flugherinn nú þegar farinn að ræða olíusamninga og deildir innan hersins eru farnar að skoða það sem þarf að lagfæra og endurnýja á herstöðinni fyrir flugherinn. Þau verkefni sem flugherinn mun taka við frá með 1. október á þessu ári eru t.d. samningar við hin ýmsu fyrirtæki og má þar nefna ÍAV, Keflavíkurverktaka og olíufélögin.

Samkvæmt sömu heimildum er nú verið að kanna hversu mikið fjármagn þarf til þess að vera með fjórar þotur á Íslandi allan ársins hring en hingað til hafa þoturnar ekki haft fasta viðveru hér á landi. Þoturnar munu koma frá flugvelli breska flughersins RAF sem staðsettur er í Lakenheath í Englandi en þar er stærsti floti F-15 þotna í Evrópu.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa komið hingað menn frá flughernum til að kanna aðstæður og það staðfestir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Bandaríkjahers, í samtali við Víkurfréttir í dag. „ Það gefur augaleið að úr því að þessi lausn hafi verið í deiglunni á undanförnu þá hafi komið hingað aðilar frá Flughernum til að kanna aðstæður ef að til þess kæmi að þeim yrði falið að taka við rekstrinum.“

Myndin: F-15 þota bandaríska flughersins lendir á Keflavíkurflugvelli

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024