Flughált innanbæjar
Nú er flughált innanbæjar í Reykjanesbæ. Allar götur voru blautar í morgunsárið en á tíunda tímanum frysti skyndilega og er núna varla stætt á bílastæðum og í húsagötum.
Búið er að salta allar helstu leiðir þar sem almenningssamgöngur fara um en hliðargötur eru enn flughálar.
Við Nesvelli var verið að salta þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið þar hjá.