Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Flugfélögin finna sjaldan Keflavík
    Eins og sjá má þá er algengast að flugfélögin kynni Reykjavík sem áfangastað sinn á Íslandi en ekki Keflavík. Því er þó öfugt farið hjá Airberlin.
  • Flugfélögin finna sjaldan Keflavík
    Eitt flugfélag heldur þó fast í að nota heitið Keflavik en ekki Reykjavik og það er hið þýska Airberlin. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 22. september 2015 kl. 13:12

Flugfélögin finna sjaldan Keflavík

– Keflavík breytist oft sjálfkrafa í Reykjavík í bókunarvélum

Nú karpa forsvarsmenn Reykjavíkur og Reykjanessbæjar um hvort kenna eigi Keflavíkurflugvöll við höfuðborgina. Innan alþjóðlega fluggeirans virðist vera gott samkomulag um nafn flugvallarins.

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir forsvarsmenn ferðamála höfuðborgarinnar vera á „flippi“ vegna hugmynda þeirra um að í framtíðinni skuli aðalflugvöllur landsins nefndur í höfuðið á Reykjavík. Í aðsendri grein í Víkurfréttum segir formaðurinn að með þessu ætli höfuðborgin að stela nafni flugvallarins og skaða margra áratuga markaðssetningu sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum.

Oftast bara „KEF“

Þetta meinta tjón er hins vegar nú þegar orðið að veruleika samkvæmt rannsóknum sem vefurinn Túristi.is lagðist í. Alla vega af heimasíðum íslenskra og erlendra flugfélaga að dæma því þegar nafn Keflavíkur er slegið inn í flugbókunarvélar þá breytist nafnið oft sjálfkrafa í Reykjavík og skiptir þá engu hvort það er skrifað með í-i eða ekki. Sum flugfélög finna reyndar ekki Keflavík jafnvel þó vélar þeirra leggi upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt árið um kring. Hjá Wizz air kemur til dæmis upp textinn „This city is not available" þegar slegið er inn Keflavik og hjá Norwegian segir „No matches found" þegar heitið er notað sem áfangastaður. Stundum stendur Keflavik fyrir aftan Reykjavik en flest flugfélög láta nægja að nota flugvallarkóðann „KEF" aftan við heiti höfuðborgarinnar. Þannig er því til dæmis háttað hjá WOW air sem er næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Eitt flugfélag heldur þó fast í að nota heitið Keflavik en ekki Reykjavik og það er hið þýska Airberlin.

Icelandair notar ekki Keflavík í útlöndum

Á íslenskri heimasíðu Icelandair er Reykjavik-Keflavik sjálfkrafa valinn sem brottfararstaður í bókunarvél en þegar farið er inn á erlendar heimasíður flugfélagsins þá er Keflavík dottið út. Sá sem fer t.d. inn á bandaríska vefsíðu Icelandair og velur Keflavik sem áfangastað kemst ekki langt því bókunarvélin segir einfaldlega að þetta sé ógilt heiti, „Invalid Airport".  

Eiga ekki von á áætlunarflugi frá Keflavík

Það eru þó ekki bara flugfélögin sem notast við heiti Reykjavíkur því á heimasíðum flugstöðva er Keflavík ekki oft á skrá. Á vefsíðu stærsta flugvallar Evrópu, London Heathrow, er ekki von á neinni flugvél frá Keflavík í dag en aftur á móti koma þangað tvær frá Reykjavík. Þau á Charles de Gaulle í París finna þó Keflavík en aðeins af heiti Reykjavíkur er gefið upp fyrst og á heimasíðu Logan flugvallar í Boston segir að Icelandair og WOW air fljúgi þaðan til Reykjavíkur. Hjá Kaupmannahafnarflugvelli, sem ekki er kenndur við Kastrup, er þó hægt að finna upplýsingar um flug til og frá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024