Flugfélög kæra flugdólga
Icelandair og Iceland Express hafa kært flugdólga sem ferðast hafa með vélum félaganna í síðasta mánuði öðrum farþegum til ama. Icelandair kærði fyrir helgi konu til lögreglunnar í Reykjavík sem lét ófriðlega í flugi vestur um haf í byrjun apríl. Iceland Express hefur kært flugdólga sem voru með hótanir í Kaupmannahafnarflugi til embættis sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur sent kæru Iceland Express áfram til ríkissaksóknara. Hann ákveður hver fer með lögsögu í málinu. Atvikið varð á leið frá Keflavík til Kaupmannahafnar 16. apríl. Sex Íslendingar höguðu sér dólgslega og hótuðu hverjir öðrum, öðrum farþegum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. Einn farþeganna var handtekinn við komuna til Kaupmannahafnar.
Kona sem var farþegi með Icelandair vestur um haf í byrjun apríl var flutt heim í lögreglufylgd eftir dólgslæti um borð. Icelandair kærði og fer lögreglan í Reykjavík með rannsókn málsins.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur sent kæru Iceland Express áfram til ríkissaksóknara. Hann ákveður hver fer með lögsögu í málinu. Atvikið varð á leið frá Keflavík til Kaupmannahafnar 16. apríl. Sex Íslendingar höguðu sér dólgslega og hótuðu hverjir öðrum, öðrum farþegum og áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum. Einn farþeganna var handtekinn við komuna til Kaupmannahafnar.
Kona sem var farþegi með Icelandair vestur um haf í byrjun apríl var flutt heim í lögreglufylgd eftir dólgslæti um borð. Icelandair kærði og fer lögreglan í Reykjavík með rannsókn málsins.