Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugfarþegi kyrrsettur vegna ölvunar
Laugardagur 2. júní 2012 kl. 11:09

Flugfarþegi kyrrsettur vegna ölvunar

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni vegna ölvaðs flugfarþega. Farþeginn, erlendur karlmaður á fertugsaldri, var á leið með flugi til London en flugstjóri neitaði að fljúga með hann þangað vegna ölvunarástands hans. Lögregla tilkynnti ferðamanninum að hann yrði að gera hlé á ferðalagi sínum af þessum sökum og gista á flughóteli.

Þegar þangað var komið harðneitaði hann að gista þar og var orðinn hinn argasti í öllu viðmóti. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér. Þegar hann hafði lúrt í um fjóra klukkutíma kvaðst hann vilja komast á hótel og sofa þar áfram. Þegar verið var að afhenda honum muni sína lét hann skapið aftur hlaupa með sig í gönur og var vísað út af lögreglustöðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024