Flugfarþegar í ókeypis bílastæðum?
Annað slagið höfum við flutt fréttir að því þegar bifreiðum er lagt í íbúðagötum eða við fjölbýlishús og út stígur fólk með ferðatöskur sem svo tekur leigubíl í flug.
Starfsmenn í fyrirtæki við Hafnargötu 90 hafa horft upp á tvær fólksbifreiðar í bílastæði við fyrirtækið og hafa þær staðið hreyfingarlausar í heila viku. Velta þeir nú fyrir sér hvort eigendur bílanna séu í útlöndum og hafi nýtt sér bílastæði við fyrirtækin á Hafnargötu 90 í stað þess að leggja á langtímastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar með tilheyrandi kostnaði.
Meðfylgjandi mynd er af bílunum við Hafnargötu 90