Flugfarþegar aðstoðaðir frá borði á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi
Byljótt var með éljum og skafrenningi á Keflavíkurflugvelli í hvössum útsynningi í gær og nótt og myndaðist nokkur hálka á flugvélastæðum við Leifsstöð í gærkvöldi.
B-737 flugvél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð um kl. 18.45 snérist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vélinni aftur vegna vinds.
Flugvallarþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hreinsaði snjó og bar sand á flughlaðið svo hægt væri að ná farþegum frá borði. Slökkvilið myndaði skjól með slökkvibifreiðum upp við vélina og farþegar voru leiddir inn í flugstöðina um farangursflokkunarsal á fyrstu hæð. Landgangan gekk vel og voru allir 169 farþegarnir og 7 mann áhöfn komin frá borði um kl. 20. Miklar vindhviður voru á flugvellinum og snérist flugvélin enn frekar skömmu eftir að farþegar fóru frá borði og vísaði þá þvert á landganginn. Er færi gafst var flugvélininni snúið og hún flutt á hentugra stæði. Ekkert tjón virtist hafa hlotist af.
Fram kom hjá farþegum og áhöfn að flugvélin hafi snúist rólega þar sem enginn af farþegum og flugfreyjum varð var við að flugvélin snérist.
Millilandaflug var með eðlilegum hætti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Frá þessu er greint á vef Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar.
B-737 flugvél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð um kl. 18.45 snérist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vélinni aftur vegna vinds.
Flugvallarþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hreinsaði snjó og bar sand á flughlaðið svo hægt væri að ná farþegum frá borði. Slökkvilið myndaði skjól með slökkvibifreiðum upp við vélina og farþegar voru leiddir inn í flugstöðina um farangursflokkunarsal á fyrstu hæð. Landgangan gekk vel og voru allir 169 farþegarnir og 7 mann áhöfn komin frá borði um kl. 20. Miklar vindhviður voru á flugvellinum og snérist flugvélin enn frekar skömmu eftir að farþegar fóru frá borði og vísaði þá þvert á landganginn. Er færi gafst var flugvélininni snúið og hún flutt á hentugra stæði. Ekkert tjón virtist hafa hlotist af.
Fram kom hjá farþegum og áhöfn að flugvélin hafi snúist rólega þar sem enginn af farþegum og flugfreyjum varð var við að flugvélin snérist.
Millilandaflug var með eðlilegum hætti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Frá þessu er greint á vef Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar.