Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugeldum stolið í innbroti
Mánudagur 28. desember 2009 kl. 08:43

Flugeldum stolið í innbroti


Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú innbrotsþjófa sem brutust inn í flugeldasölu í Reykjanesbæ síðastliðna nótt þaðan sem þeir stálu fjórum öflugum flugeldatertum. Til að komast inn í húsnæðið brutu þjófarnir tvær stórar rúður.
Þá var fartölvu stolið úr íbúðarhúsi í bæjarfélaginu og komið var að þjófi í  öðru húsi þar sem hann var búinn að koma höndum yfir fartölvu. Hann sleppti tölvunni og stökk á flótta út í nóttina. Ekki er ólíklegt að sami þjófurinn hafi verið á ferð á báðum stöðum
Nóttin var því nokkuð erilsöm hjá lögreglunni en auk innbrotamálanna var hald lagt á fíkniefni í tveimur húsleitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024